26. fundur faghóps 2, 30.05.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

26. fundur, 30.05.2023, kl. 15:00-17:00

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Hjörleifur Finnsson boðaði forföll.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 15:00 

  1. Staða mála

ADS greindi frá því að verkefnisstjórn er að skipuleggja vettvangsferðir 17-19. ágúst. Þá hefur verkefnisstjórn lagt til eina breytingu á fyrri lista um þá orkukosti sem hún hefur óskað eftir að faghópar taki til mats.

ADS átti fund með Arnari Má Ólafssyni ferðamálastjóra til að rýna þau gögn sem faghópur 2 styðst við í matsferlinu og leita eftir samstarfi við Ferðamálastofu um rannsóknir sem fyrirhugaðar eru.

  1. Mat á virði ferðasvæða

Unnið að virðismati ferðasvæða á áhrifasvæðum virkjunarkosta.

Fundi slitið kl. 17:00