24. fundur faghóps 2, 16.05.2023
Fundarfrásögn
Faghópur 2
5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða
24. fundur, 16.05.2023, kl. 15:00-17:00
Fundur haldinn í netheimum
Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Unnur Svavarsdóttir (US).
Skarphéðinn G. Þórisson boðaði forföll
Fundarritari: SSJ
Fundur settur kl. 15:00
- Aðferðafræði 
Samþykkt að gera eftirfarandi breytingar á viðföngum fyrir afþreyingu:
- Bæta golfi við sem viðfangi.
- Bæta fjallskíðum við sem viðfangi en halda gönguskíðum áfram inni með gönguferðum.
- Skrokkalda 
ADS kynnti stöðu á vinnu við greinargerð um Skrokkölduvirkjun
- Áhrifasvæði vindorkukosta 
Farið yfir möguleg áhrifasvæði ýmissa vindorkukosta.
- Rannsóknir og gagnaöflun 
BM og ADS greindu frá stöðu mála um rannsóknaráætlanir.
Fundi slitið kl. 17:00
