16. fundur faghóps 2, 28.02.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

16. fundur, 28.02.2023, kl. 14:30-16:00

Fundur haldinn í netheimum


Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).

Unnur Svavarsdóttir og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) boðuðu forföll

Fundarritari: ADS

Fundur settur kl. 14:30 

ADS greindi frá fundi verkefnisstjórnar sem formenn faghópa sátu og var haldinn 22. feb 2023. Þar komu eftirfarandi atriði meðal annars fram:

  1. Spurningakönnun faghóps 3

F3 er að undirbúa spurningakönnun á landsvísu um viðhorf almennings til virkjana og getur F2 lagt til spurningar ef ástæða þykir.

  1. Endurmat virkjanakosta frá 4. áfanga

Verkefnisstjórn óskar eftir að F2 fari yfir það sem var gert í 4. áfanga fyrir fjóra/fimm virkjunarkosti (Glámuvirkjanir (þ.e. Hvanneyrardalsvirkjun og Tröllárvirkjun); Skúfnavatnavirkjun, Hamarsvirkjun og Bolaalda) og láti verkefnisstjórn vita hvort á það vanti frekari gögn/rannsóknir á viðkomandi stöðum og hvort að F2 vilji endurskoða fyrri niðurstöðu sína frá RÁ4.

  1. Endurmat á Skrokkölduvirkjun

F2 var falið að gera greiningar á áhrif Skrokkölduvirkjunar, annars vegar á víðerni og hins vegar á friðlýst svæði Vatnajökulsþjóðgarðs og spyr verkefnisstjórn hvort að það henti að F1 og F2 geri þessar greiningar saman eða í sitt hvoru lagi. Sérfræðingar faghópa F1 og F2 munu funda um málið.

  1. Forgangsröðun vindorkukosta

Verkefnisstjórn heldur áfram láréttri skoðun og hefur enn ekki sent faghópunum endanlega lista sem yfir þá kosti sem að koma til mats.

Næsti fundur er áætlaður þriðjudaginn 7. mars n.k. kl. 13:30.

Fundi slitið kl. 16:00