14. fundur faghóps 2, 14.02.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

14. fundur, 14.02.2023, kl. 13:30-15:00

Fundur haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ).

Guðni Guðbergsson og Unnur Svavarsdóttir boðuðu forföll

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Opinn fundur verkefnastjórnar

ADS fór stuttlega í gegnum kynningu sem hún mun halda á opnum fundi verkefnastjórnar Rammaáætlunar sem haldinn verður miðvikudaginn 15. febrúar n.k.

  1. Samantekt af fundi Landsvirkjunar

ETF gerði grein fyrir því helsta sem kom fram á opnum fundi Landsvirkjunar sem haldinn var 2. febrúar s.l. og hafði yfirskriftina: „Hvað gerist þegar vindinn lægir? – Aflstaða raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku“.

  1. Upprifjun á aðferðafræði faghóps 2 – frh.

Haldið áfram að rifja upp aðferðafræði faghóps 2 og meta virði ferðasvæða.

Fundi slitið kl. 15:00