12. fundur faghóps 2, 18.01.2023

Fundarfrásögn

Faghópur 2  

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

12. fundur, 18.01.2023, kl. 13:30-14:55

Fundur haldinn í netheimum


Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF) Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US).

Anna G. Sverrisdóttir boðaði forföll.

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 13:30 

  1. Kynning á kortavefsjá – Landmælingar: Ásta Kristín Óladóttir og Michaela Hrabalíková hjá Landmælingum Íslands kynntu fyrir faghópnum kortasjá og þrívíddarkort sem Landmælingar hafa sett upp fyrir vinnu við Rammaáætlun5. Kynningin var tekin upp til upprifjunar síðar. Búið er að setja inn mikið af gögnum/þekjum en fleiri gögn eiga eftir að bætast við og geta faghópar komið með óskir um viðbætur. Faghópurinn óskaði eftir að: 
    • hægt verði að aðgreina mismunandi tegundir friðlýstra svæða og víðerni í þekjum. 
    • bætt verði inn beitarlöndum fyrir sauðfé og þekju fyrir dreifingu hreindýra. 
    • afmörkun ferðasvæða sem skilgreind voru í 4. áfanga verði sett inn ásamt nöfnum þeirra. 
    • gögn frá 3. og 4. áfanga sem myndu nýtast verði sett inn, þ.m.t. ferðasvæði og upplýsingar um einstök viðföng eins og t.d. náttúruböð og ferðaleiðir.  
  2. Fundur með Faghópi 1, 24. janúar n.k. Þriðjudaginn 24. janúar, kl. 09:00-11:00 verður sameiginlegur fundur Faghópa 1 og 2. Rætt um mögulega dagskrá fundarins en formenn faghópanna munu ganga frá henni fyrir fund. Faghópur 2 mun kynna aðferðafræði hópsins og ætlar ETF að halda þá kynningu.

Fundi slitið kl. 14:55