1. fundur faghóps 2, 06.04.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 2

5. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

1. fundur, 06.04.2022, kl. 12:00 – 14:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Bryndís Marteinsdóttir (BM), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðni Guðbergsson (GG), Hjörleifur Finnsson (HF), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ), Skarphéðinn G. Þórisson (SGÞ) og Unnur Svavarsdóttir (US)

Fundarritari: SSJ

Fundur settur kl. 12:00

  1. Kynning á meðlimum faghópsins. Meðlimir faghópsins kynntu sig. 
  2. Kynning á stöðu mála. ADS greindi frá stöðu mála hjá verkefnastjórn 5. áfanga. Verkefnastjórn hefur boðað til vinnufundar verkefnastjórnar og faghópa þann 2. maí 2022. 
  3. Kynning á RÁ og aðferðafræði faghóps 2 (og niðurstöðum úr nokkrum rannsóknarverkefnum ef tími vinnst til)
    • ADS kynnti ferli RÁ og sýndi dæmi af niðurstöðum úr fyrri áföngum RÁ. ADS sagði frá verkaskiptingu faghóps 2 í fyrri áföngum varðandi mat á áhrifum á ferðaþjónustu, beit og veiði. Rætt um verkaskiptingu í þessum faghópi og ákveðið að hafa sama fyrirkomulag og í 4. áfanga. BM sagði frá vinnu sem er í gangi varðandi mat á beitar- og ræktarlandi sem getur nýst inn í vinnu faghópsins. 
    • ADS sagði frá tímaskráningu og greiðslufyrirkomulagi en greitt er fyrir vinnuna á 2 mánaða fresti. Kynningu á aðferðafræði faghóps 2 frestað til vinnufundar með verkefnastjórn þann 2. maí n.k. 
  4. Finna fundartíma fyrir næstu fundi. Ákveðið að hafa næsta fund kl.14:30 mánudaginn 9. maí. Einnig ákveðið að hafa fasta fundi annan hvern þriðjudag frá og með 17. maí, kl. 14:00-16:00.

Fundi slitið kl. 14:00.