98. fundur faghóps 1, 18.3.2025

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).  

 98. fundur – 18. mars 2025 

Fjarfundur 

Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ) Forföll: Guðný Zoëga (GZ), Jón S. Ólafsson (JSÓ)

Fundarritari: BL  Fundur hófst kl. 9 

1. Farið var yfir stöðuna á svörum faghópsins við umsögnum í samráðsgátt. 

2. Ræddar voru síðustu athugasemdir við drög að skýrslu um aðferðafræði RÁ. 

3. HHÆ greindi frá fyrirhuguðum fundi formanna faghópa með verkefnisstjórn til að ræða lok 5. áfanga RÁ. 

4. Rætt var um ýmislegt sem varðar vinnu hópsins í 5. áfanga, m.a. hvort ráðlegt væri að taka saman vinnuskjal fyrir næsta faghóp til að halda utan um ferlin. 

5. Rætt var um rannsóknarverkefni tengd aðferðafræði sem enn eru í gangi á vegum meðlima faghópsins, annars vegar um menningarminjar og hins vegar um landslag. 

Fundi slitið kl. 10:15