94. fundur faghóps 1, 04.02.2025
Fundarfrásögn
Fundur faghóps 1 Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).
94. fundur – 4. febrúar 2025
Fjarfundur
Mætt: Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ – mætti um 9.30), Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson, Kristín Svavarsdóttir (KS – mætti um 9.30), Kristján Jónasson (KJ)
Forföll: Engin
Fundarritari: BL
Fundur hófst kl. 9
1. Skýrsla verkefnisstjórnar um vindorku er nú komin í 12 vikna samráð. Litið var á skýrsluna og rætt lauslega um einstaka þætti hennar.
2. Farið var yfir þau verkefni sem nú liggja fyrir, m.a. svör við umsögnum um skýrsluna sem vænta má á næstunni.
3. Rætt var um skýrslu Michaels Bishop sem nú liggur fyrir. Hún fjallar um samanburð á aðferðum við kortlagningu víðerna.
4. HHÆ kynnti drög að skýrslu um aðferðafræði Rammaáætlunar. Meðlimir faghópsins eru beðnir um að rýna það sem snýr að þeirra hluta aðferðafræðinnar og gera athugasemdir.
Fundi slitið kl. 11