8. fundur faghóps 1, 20.09.2022

Fundarfrásögn

Faghópur 1 

í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

8. fundur – 20. september 2022, kl. 9-11

Fjarfundur

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ) og Kristín Svavarsdóttir (KS)

Kristján Jónasson boðaði forföll

Gestur fundar: Þorvarður Árnason (ÞÁ)

Fundarritari: HHÆ

  1. Kynning á viðföngum:

  • Á fundinum var kynning á viðfanginu „Landslag og víðerni“. ÞÁ var gestur fundarins en hann sat í 3. og 4. áfanga rammaáætlunar og hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af rannsóknum og vinnu við mat á þessu viðfangi í rammaáætlun. ÞÁ hélt erindi um stöðu þekkingar á landslagi og víðernum og kynnti þá vinnu sem unnin hefur verið í fyrri áfangum rammaáætlunnar sem tengjast landslagi og víðernum.

  • Á eftir kynningu ÞÁ héldu ERW og GRJ kynningu um fagurferðilegt gildi landslags; þar á meðal um hugtakanotkun í rammaáætlun varðandi landslag, fyrirbærafræði og þætti hins fagurferðilega gildis.

  • Í umræðum var rætt um kosti þverfræðilegrar vinnu og mögulega samvinnu um viðfangið við aðra faghópa rammaáætlunar.

Fundi slitið kl. 11