41. fundur faghóps 1, 26.10.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ).

41. fundur – 26. október 2023.

Fjarfundur

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW); Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ).

Forföll: Guðný Zoëga (GZ), Jón S. Ólafsson (JSÓ).

Fundarritari: BL

Fundur hófst kl. 14

1. Rætt var erindi verkefnisstjórnar þess efnis hvort faghópsmeðlimir væru sammála niðurstöðu faghóps 1 í 3. áfanga RÁ varðandi Kjalölduveitu. Það var samhljóða álit fundar að frekari gagna væri þörf til að rifja upp og leggja mat á fyrri niðurstöðu faghópsins.

2. ERW og GRJ kynntu rannsóknir sem þær hafa unnið að ásamt Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Sigþrúði Stellu Jóhannsdóttur í faghópi 2. Þær fjalla um áhrif Skrokkölduvirkjunar á landslag, víðerni og friðlýst svæði og voru gerðar skv. beiðni verkefnisstjórnar, en kosturinn var færður í biðflokk vorið 2022.

3. HHÆ og KS sögðu frá greinargerð um endurmat á niðurstöðum faghóps 1. í þriðja áfanga RÁ á virkjunarkostum í Héraðsvötnum. Töluverð umræða varð um helstu niðurstöður.

Fundi slitið kl. 16:30