33. fundur faghóps 1, 06.06.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

33. fundur – 6. júní 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðný Zoëga (GZ); Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ).

Forföll: Jón Einar Jónsson (JEJ), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ).

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9

  1. HHÆ sagði frá áætlun vegna rannsóknaverkefna sumarsins. Mörg tilboð hafa þegar borist frá hinum ýmsu stofnunum.

  1. Rætt var um fyrirhugað rannsóknaverkefni um landslag og hvernig aðferðafræði þess viðfangs hefur þróast innan Rammaáætlunar.

  1. Lauslega var rætt um fyrirhugaða ferð faghópsins í haust.

  1. HHÆ minnti á að fara þarf yfir heimildalista og biðja um mat á gæðum gagna fyrir 20. júní.

Fundi slitið kl. 10:30.