32. fundur faghóps 1, 30.05.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

32. fundur – 30. maí 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ); Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ).

Michaela Hrabalíková (MH), sérfræðingur Landmælinga Íslands (LMÍ) var gestur á fyrri hluta fundarins.

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9

  1. MH kynnti nýjungar á lokaðri vefsjá LMÍ sem ætluð er fyrir sérfræðinga faghópa. Hún svaraði auk þess spurningum faghópsmeðlima um ýmislegt sem brann á þeim varðandi vefsjána og mögulegar viðbætur við hana.

  1. Rætt var um nýtt kort sem sýnir áhrifasvæði virkjunarhugmyndar sem kennd er við Bolöldu og tengsl þess við ólík viðföng innan faghópsins. ERW og GRJ sögðu frá óformlegri kynnisferð sinni á hluta svæðisins

  1. Farið var yfir fyrirhugaðar rannsóknir í sumar og stöðu á rannsóknaráætlunum og tilboðum sem liggja fyrir. Sérstaklega var rædd dagsetning fyrir þyrluferð á hálendi hjá Skúfnavötnum og á Glámu.

  1. Lítillega var farið yfir vindmylluhugmyndir sem liggja á borði faghópsins og verða teknar til nánari athugunar fljótlega.

Fundi slitið kl. 11:10.