31. fundur faghóps 1, 23.05.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

31. fundur – 23. maí 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ).

Forföll: Guðný Zoëga (GZ).

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9

  1. Á fundinum var almennt rætt um afmörkun áhrifasvæða virkjanahugmynda. Þeim þarf að bæta inn í á svæði faghópa í kortagrunni Landmælinga og ljúka við að ákvarða og afmarka áhrifasvæði þar sem það hefur enn ekki verið gert.

  1. Rætt var um yfirlitstöflu yfir virkjanahugmyndir sem verða teknar til mats í RÁ5 og rannsóknir sem ráðast þyrfti í vegna þeirra.

Fundi slitið kl. 10.