27. fundur faghóps 1, 25.04.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

27. fundur – 25. apríl 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS).

Forföll: Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Kristján Jónasson (KJ)

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

Meginviðfangsefi fundarins var ein virkjanahugmynd úr 4. áfanga RÁ, Hamarsvirkjun og þekking á viðföngum á áhrifasvæði hennar. Gestir fundarins voru Kristín Ágústsdóttir og Skarphéðinn Þórisson frá Náttúrustofu Austurlands. Skarphéðinn sýndi ljósmyndir frá svæðinu og greindi frá niðurstöðum hreindýrarannsókna.

Fundi slitið 10:50