26. fundur faghóps 1, 18.04.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

26. fundur – 18. apríl 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS).

Forföll: Kristján Jónasson (KJ).

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

Meginviðfangsefni fundarins voru hugmyndir að vatnsaflsvirkjunum úr 4. áfanga RÁ á Vestfjörðum: Hvanneyrardalsvirkjun, Tröllárvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Gestir fundarins frá kl. 9:30 voru Hafdís Sturlaugsdóttir, Hulda Birna Albertsdóttir og Sigurður Halldór Árnason frá Náttúrustofu Vestfjarða. Þau greindu frá stöðu rannsókna á áhrifasvæðum virkjananna. Sérstaklega var rætt um aðgengi á hálendum svæðum sem e.t.v. þyrfti að skoða betur með tilliti til ákveðinna viðfanga.

Fundi slitið laust fyrir kl. 11