23. fundur faghóps 1, 28.03.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

23. fundur – 28. mars 2023.   

Fjarfundur.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ).

Formaður verkefnisstjórnar, Jón Geir Pétursson (JGP), var gestur á fyrri hluta fundarins og sat fyrir svörum.

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

  1. Á fundinum var farið yfir ýmsa þætti sem varða tímalínu RÁ5 og hvernig vinnunni yrði háttað á komandi misserum. Rætt var sérstaklega um fjármagn sem er ætlað til rannsókna og hvað ætti helst að leggja áherslu á. JGP benti á að nýta þyrfti sumarið sem er framundan til rannsókna á vettvangi. Í framhaldinu mun faghópurinn hefja vinnu við að leggja fram rannsóknahugmyndir fyrir þá virkjanakosti úr RÁ4 sem nú eru á borði faghópsins.

  1. EW og GRJ kynntu örstutt hugmyndir sínar um rannsóknir á fagurferðilegu gildi landslags.

  1. Rætt var um mögulegar ferðir faghópa á vettvang nú í sumar til að kynna sér staðhætti þar sem virkjanahugmyndir hafa verið settar fram. Málið er í athugun hjá verkefnisstjórn.

Fundi slitið kl. 11.