22. fundur faghóps 1, 21.03.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

22. fundur – 21. mars 2023.   

Haldinn í stofu 501 í Lögbergi.

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Jón Einar Jónsson (JEJ) og Kristján Jónasson (KJ).

Jón S. Ólafsson (JSÓ) var fjartengdur; Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB) og Kristín Svavarsdóttir (KS) boðuðu forföll.

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

Á fundinum voru teknar fyrir nokkrar virkjanahugmyndir úr RÁ4 skv. beiðni verkefnisstjórnar: Hamarsvirkjun, Hvanneyrardals- og Tröllárvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Farið var yfir gögn úr RÁ4 í því skyni að meta þörf fyrir frekari rannsóknir fyrir mat í RÁ5.

Rætt var um sérhverja virkjanahugmynd með tilliti til viðfanga. Í nokkrum tilvikum skortir á að rannsóknir séu fullnægjandi hvað varðar einstök viðföng, ekki síst hvað varðar landslag og víðerni.

Fundi slitið kl. 12:00