19. fundur faghóps 1, 14.02.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1 

Í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða (RÁ). 

19. fundur – 14. febrúar 2023.   

Fjarfundur

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoëga (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón S. Ólafsson (JSÓ) og Kristján Jónasson (KJ)

Fjarverandi: Jón Einar Jónsson (JEJ) og Kristín Svavarsdóttir (KS)

Fundarritari: BL 

Fundur hófst kl. 9 

  1. HHÆ sagði frá opnum kynningarfundi verkefnisstjórnar RÁ sem verður haldinn í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns þann 15. febrúar. Þar verður sagt frá fyrirliggjandi virkjanakostum, störfum faghópa og kynnt vefsjá og þrívíddartól Landmælinga.

  1. HHÆ vakti athygli á málþingi Fuglaverndar sem er fyrirhugað þann 21. mars nk. Þar verður sérstaklega horft til áhrifa vindorkuvera á fuglalíf.

  1. Þvínæst greindi HHÆ frá opnum fundi Landsvirkjunar sem haldinn var 2. febrúar sl. undir yfirskriftinni Hvað gerist þegar vindinn lægir. Þar var fjallað um innleiðingu breytilegra orkugjafa og þrönga aflstöðu raforkukerfisins.

  1. Rætt var um stöðu á endurskoðun gagna sem tengjast Héraðsvötnum en fulltrúar faghópsins í þeirri vinnu eru HHÆ, KS og JSÓ. Markmiðið er að vinna endurmat á þeim náttúrufarsþáttum sem tilgreindir eru í afgreiðslu Alþingis á 3. áfanga RÁ og varða virkjanakosti í Héraðsvötnum.

  1. Rætt var um sameiginlegan fund faghóps 1 og 2 sem er framundan og mögulega samlegð í vinnu hópanna.

 Fundi slitið kl. 11.