13. fundur faghóps 1, 08.11.2023

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

13. fundur – 8. nóvember 2022, kl. 9:00-11:00

Fjarfundur

Fundur hófst kl. 9

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GJ), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)

Fundarritari: HHÆ

  1. Kynning á viðföngum: 

Birna Lárusdóttir og Guðný Zoega kynntu viðfangið menningarminjar. Þær fjölluðu m.a. um lög um menningarminjar, stöðu gagnamála, nálgun varðandi mat á menningarminum og rökstuðning fyrir verðmæta- og áhrifamat. Einnig fjölluðu þær um rannsóknir á menningarminjum úr fyrri áföngum rammaáætlunar. Í umræðum faghópsins eftir kynninguna kom fram að áhugaverð skörun væri milli menningarminja, landslags, jarðfræði og landlæsis sem vert væri að skoða betur.

  1. Næstu skref:

Ákveðið var að kanna möguleika á að fá stutta kynningu frá Náttúrufræðistofnun um fugla, sér í lagi farleiðir arna og grágæsa.

Faghópsmeðlimir voru ánægðir með að fá kynningar framkvæmdaraðila á vindorkukostum en hvöttu til kynninga frá fleiri aðilum, t.d. frjálsum félagasamtökum og fleirum er málið varðar. Ákveðið var að formaður láti formann verkefnisstjórnar vita af áhuga faghópsins á fjölbreyttum kynningum.

Formaður hvatti þá faghópsmeðlimi sem ekki höfðu tök á að horfa í beinu streymi á kynningar framkvæmdaraðila um vindorkukosti að horfa á upptökur af kynningunum.

Fundi slitið kl. 11:00