12. fundur faghóps 1, 18.10.2022

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

12. fundur – 18. október 2022

Fjarfundur

Fundur hófst kl. 9

Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Kristín Svavarsdóttir (KS) og Kristján Jónasson (KJ)

Jón S. Ólafsson boðaði forföll

Gestir fundar: Ásta Kristín Óladóttir (ÁKÓ) og Michaela Hrabalíková (MH)

Fundarritari: HHÆ

  1. Kynning á kortavefsjá og sýnileikagreiningu: ÁKÓ og MH frá Landmælingum voru gestir fundarins. Þær kynntu bakgrunn sinn og vinnu hjá Landmælingum. MH kynnti því næst kortavefsjá og þá möguleika sem hún veitir vinnunni við mat á verðmætum svæða og mati á áhrifum virkjunarkosta, s.s. sýnileikagreiningu. Vinnan við kortavefsjána heldur áfram og faghópsmeðlimir voru beðnir um að íhuga hvaða gögn væri gott að bæta við vefsjána. 

Fundi slitið kl. 10:15