10. fundur faghóps 1, 04.10.2022

Fundarfrásögn

Fundur faghóps 1

í 5. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða 

10. fundur – 4. október 2022, kl. 9:00-11:00

Fjarfundur


Mætt: Hafdís Hanna Ægisdóttir (HHÆ) formaður, Birna Lárusdóttir (BL), Edda Ruth Hlín Waage (ERW), Guðbjörg R. Jóhannesdóttir (GRJ), Guðný Zoega (GZ), Ívar Örn Benediktsson (ÍÖB), Jón Einar Jónsson (JEJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Kristín Svavarsdóttir (KS), Kristján Jónasson (KJ)

Fundarritari: HHÆ

  1. Kynning á minnisblaði um greiðslur: Áætlaði hafði verið að Herdís Helga Schopka (HHS) starfsmaður verkefnastjórnar myndi kynna minnisblað frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu um fyrirkomulag greiðslna vegna vinnuframlagst í og fyrir faghópa rammaáætlunar, en HHS forfallaðist á síðustu stundu. HHÆ kynnti því stuttlega minnisblaðið sem hafði verið sent faghópsmeðlimum nokkrum dögum áður. Miklar umræður sköpuðust um minnisblaðið og óskaði faghópurinn eftir svörum frá verkefnastjórn og HHS um atriði í minnisblaðinu. Óskað var eftir að HHS kæmi á fund til að kynna minnisblaðið.

  1. HHÆ kynnti nánar þá virkjunarkosti sem verkefnisstjórn hefur fengið til umfjöllunar en faghópurinn fékk stutta kynningu á síðasta fundi. Rætt var mögulegar rannsóknir, mikilvægi sýnileikagreininga með kortavefsjá og að gott væri að fá kynningar frá virkjanaaðilum um þau vindorkuver sem verkefnastjórn hefur fengið til umfjöllunar.

Fundi slitið kl. 11:00