9. fundur verkefnisstjórnar, 9.10.2017

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

9. fundur 09.10.2017 12:30-15:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneyti

 

Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Herdís Helga Schopka (HHS).

  1. Fundur settur kl. 12:35.
  2. Stækkun friðlands í Þjórsárverum: Fyrr í dag var undirrituð stækkun friðlandsins í Þjórsárverum. ÞEÞ fór yfir ný mörk friðlandsins og skilmála friðlýsingarinnar.
  3. Faghópur 3: Rætt um að bjóða séfræðingum um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum stórframkvæmda  á næsta fund vstj. Lagt til að fá Þórodd Bjarnason og Kjartan Ólafsson frá Háskólanum á Akureyri, Birnu Árnadóttur frá Skipulagsstofnun, og mögulega Önnu Karlsdóttur, sem nú starfar hjá Nordregio í Stokkhólmi, til að funda  þann 23. október. HJ býður aðstöðu hjá Lex lögmannsstofu í Borgartúni 26.
  4. Faghópur 1: Rætt um skipan  faghóps 1. Menn sammála um að ákveðin endurnýjun faghópa sé nauðsynleg og ýmsir möguleikar nefndir í því sambandi.
  5. Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15:00.

HHS ritaði fundargerð.