31. fundur, 21.05.2019

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

31. fundur 21.05.2019 kl. 13:30-17

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún Pétursdóttir (GP) formaður, Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir starfsmaður verkefnisstjórnar frá UAR.

Boðuð forföll: Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS)


Um 20 gestir sóttu fundinn: Formenn faghópa 1-3, þau Ása Aradóttir (á fjarfundi), Anna Dóra Sæþórsdóttir, og Jón Ásgeir Kalmansson; og eftirtaldir fulltrúar faghópanna: Anna G. Sverrisdóttir, Guðni Guðbergsson, Sjöfn Vilhelmsdóttir, Sveinn Runólfsson, Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (á fjarfundi) og Þorvarður Árnason.

Fulltrúar Skipulagsstofnunar, Orkustofnunar, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Sambands orkusveitarfélaga, aðilar sem eru að undirbúa vindorkuver og fulltrúar viðkomandi sveitarfélaga.

Efni fundarins var fyrirlestur Dr. Simon Brooks frá Scottish Natural Heritage um virkjun vindorku í Skotlandi, gerð landskipulags um vindorku, viðmið við gerð þess og fengin reynsla. Sjá glærur á vefsíðu rammaáætlunar.