19. fundur verkefnisstjórnar, 25.07.2018

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

19. fundur 25.05.2018 14:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Elín R. Líndal (ERL), Guðrún Pétursdóttir (GP), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), og Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD). Herdís Helga Schopka (HHS) var fjarverandi vegna veikinda.

Gestir: Jón Ásgeir Kalmansson og Magnfríður Júníusdóttir frá Faghópi 3.

  1. Fundur settur kl. 10:00.
  2. Fjármál Ekki hefur enn verið gengið formlega frá því hvernig greiðslum verður háttað fyrir vinnu og annan kostnað verkefnisstjórnar, faghópa og annarra sem vinna á vegum verkefnisstjórnar. Brýnt er að þetta verði afgreitt án tafar svo hægt sé að skipa í faghópa.
  3. Skipun faghópa: Framhald umræðna frá síðasta fundi um hvaða fagþekkingu þarf að tryggja í faghópum rammaáætlunar. Formaður hefur leitað samþykkis nokkurra sérfræðinga um þátttöku í faghópum 1 og 2, eins og ákveðið var á síðasta fundi, en faghópar verða ekki fullskipaðir á þessu stigi.
  4. Faghópur 3 og viðfangsefni hans. Gestir mættu á fundinn kl. 10:30.  Þeim voru kynntir virkjanakostir sem eru í biðflokki gildandi rammaáætlunar og verkefnisstjórn hefur verið falið að láta rannsaka. Umræður sköpuðust um hvaða nálganir geti nýst við þessar aðstæður og hvaða upplýsinga þarf að afla á næstunni. Mikilvægt er að nýta tímann sem best og að allir faghóparnir verði samstíga í forgangsröðun verkefna.
  5. Fundarefni næsta fundar: Ákveðið að bjóða formönnum allra faghópanna – 1,2, og 3, til næsta fundar til að ákveða viðfangsefni sumarsins. Á þeim fundi þarf að liggja fyrir hvernig greiðslum verður háttað fyrir störf í faghópum og vegna rannsókna á komandi sumri.
  6. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:00.

GP ritaði fundargerð.