18. fundur verkefnisstjórnar, 17.05.2018

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

18. fundur 17.05.2018 14:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

 

Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Herdís Helga Schopka (HHS). Elín R. Líndal (ERL) og Helgi Jóhannesson (HJ) voru með símleiðis.

Gestir: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS) (kl. 14:30-15:40) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) (15:30-16:30).

  1. Fundur settur kl. 14:00.
  2. Skipun faghópa: Rætt um hvaða fagsvið þurfi að vera til staðar í faghópum rammaáætlunar.
  3. Vettvangsferðir verkefnisstjórnar: Ákveðið að fara í vettvangsferð um Suðurland dagana 8.-9. ágúst og að virkjunarsvæði Kljáfossvirkjunar mánudaginn 13. ágúst nk. 
  4. Heimsókn ADS: Rætt um starf faghóps 2 og möguleika á að skipuleggja og framkvæma rannsóknir í sumar. Rætt var um hugsanlega meðlimi í faghópi 2, m.t.t. fagþekkingar, dreifingar um landið, kynjasjónamiða,  o.fl. Formanni falið að hafa samband við nokkra aðila um að taka að sér störf fyrir faghópinn.
  5. Heimsókn ÁLA: Rætt um starf faghóps 1 í 4. Áfanga og möguleika á að skipuleggja og framkvæma rannsóknir í sumar. Rætt var um hugsanlega meðlimi í faghópi 1, m.t.t. fagþekkingar, dreifingar um landið, kynjasjónamiða,  o.fl. Formanni falið að hafa samband við nokkra aðila um að taka að sér störf fyrir faghópinn.
  6. Fundarefni næsta fundar: Ákveðið að bjóða formanni faghóps 3 á næsta fund.
  7. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.

HHS ritaði fundargerð.