16. fundur verkefnisstjórnar, 19.03.2018

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

16. fundur 19.03.2018 08:30-11:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Elín R. Líndal (ERL), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS) (mætti kl. 13:30), Helgi Jóhannesson (HJ), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ), Þórgnýr Dýrfjörð (ÞD) og Herdís Helga Schopka (HHS).

Gestir: Stefán Gíslason (SG), formaður verkefnisstjórnar í 3. áfanga rammaáætlunar, var á fundinum kl. 08:30-11:30.

  1. Fundur settur kl. 08:30.
  2. Ítrekuð beiðni verkefnisstjórnar frá fundi með ráðherra (13. fundur, 31. janúar 2018) um að ráðuneytið skeri úr um heimild verkefnisstjórnar til að vinna með virkjunarkosti í biðflokki meðan ekki liggur fyrir afgreiðsla tillagna verkefnisstjórnar 3. áfanga úr þinginu. HHS tók fram að beiðnin sé í vinnslu í ráðuneytinu.
  3. SG flutti kynningu „Dæmi um niðurstöður RÁ3“ þar sem fjallað var um meginþætti mats á virkjunarkostum, einkunnagjöf og grunnforsendur flokkunar. Virkjunarkostir í Skagafirði voru teknir sem dæmi og rakið hvernig einkunn þeirra varð til. Kynningin gaf tilefni til umræðna um ýmsa þætti í verklagi faghópa og verkefnisstjórnar.
  4. Skipunartími verkefnisstjórnar var ræddur í samhengi við þær tafir sem orðið hafa á afgreiðslu þingsályktunartillögu um niðurstöður verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar.
  5. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 11:40.

HHS ritaði fundargerð.