15. fundur verkefnisstjórnar, 06.03.2018

Fundarfrásögn

Verkefnisstjórn 4.áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

15. fundur 6. 3. 2018 14:00-17:00

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Guðrún Pétursdóttir (GP), Guðrún A. Sævarsdóttir (GAS), Magnús Guðmundsson (MG), Þóra Ellen Þórhallsdóttir (ÞEÞ).

Gestur: Joerg Hartman (JH) ráðgjafi um mat á virkjanakostum


Formaður setti fundinn og þakkaði Joerg Hartman fyrir að mæta á fund verkefnisstjórnar og deila reynslu sinni af sjálfbærnimati virkjanakosta víða um heim.

JH fór yfir aðferðafræði Hydropower Sustainability Assessment Protocol, einkum til að meta fýsileika virkjanakosta á fyrstu stigum.

Þeir þættir sem lagðir eru til grundvallar í slíku mati eru:

  1. Sönnuð þörf á framkvæmdinni  
  2. Mat á valkostum    
  3. Stefnumörkun og áætlanir stjórnvalda
  4. Pólitískir áhættuþættir
  5. Styrkur viðkomandi innviða
  6. Tæknilegir þættir og áhætta
  7. Félagslegir þættir og áhætta
  8. Umhverfislegir þættir og áhætta
  9. Hagrænir eða fjárhagslegir þættir og áhætta

Fundarmenn ræddu þessa þætti alla, með tilliti til íslenskra aðstæðna. Umræðurnar voru upplýsandi og gagnlegar.

Fundi slitið kl 17.

GP ritaði fundargerð