7. fundur faghóps 3, 17.01.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

7. fundur 17. janúar 2019 kl. 09:00-10:30

Gimli, fundarherbergi á 3. hæð


Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Hjalti Jóhannesson var í netsambandi frá Akureyri.


  1. Formaður verkefnisstjórnar, Guðrún Pétursdóttir, sat fyrri hluta fundarins. Hún fór yfir stöðu rammaáætlunarvinnunar almennt. Fram kom í máli hennar að verkefnisstjórnin leggði ríka áherslu á að þróun aðferðafræði við mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta yrði hraðað á næstu mánuðum, auk þess sem lögð væri áhersla á vinnu við kortlagningu svæða í tengslum við vindorku. Fór hún þess á leit að faghópur 3 hefði drög að rannsóknaráætlun vegna þeirra rannsókna sem hann vildi standa fyrir tilbúna á næstu dögum.
  2. Eftir að Guðrún vék af fundi var rætt um inntak og uppbyggingu rannsóknar- og kostnaðaráætlunar. Ákveðið að ganga frá drögum að slíkri áætlun eigi síðar en þriðjudaginn 22. janúar.
  3. Fundi slitið um kl. 10:30.