5. fundur faghóps 3, 06.12.2018

Fundarfrásögn

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

5. fundur 6. desember 2018 kl. 10:00-11:30

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu


Mætt: Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir. Hjalti Jóhannesson var í netsambandi frá Akureyri.


  1. Rætt um fundargerðir faghópsins   
  2. Umræður um drög að rannsóknarramma fyrir rannsókn á samfélagslegum áhrifum virkjana í Þingeyjarsýslum. Rætt um afmörkun rannsóknarsvæðis, rannsóknarþemu, og fulltrúa hvaða hópa rannsóknin myndi ná til. Byggt verði á alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um rannsóknir á samfélagslegum áhrifum, meðal annars er varðar aðkomu ólíkra þjóðfélagshópa, um leið og þau yrðu aðlöguð íslenskum aðstæðum. Æskilegt væri að framkvæma sambærilega rannsókn á svæði Blönduvirkjunar. Markmiðið er að móta aðferð sem hægt verði að fylgja við mat á virkunarkostum í 4. áfanga rammaáætlunar. Ákveðið að vinna fyrstu drög að rannsóknaráætlun sem leggja megi fyrir verkefnisstjórn og ráðuneyti.
  3. Rætt um gagnaöflun. Fengist hefur samþykki formanns verkefnisstjórnar og ráðuneytis fyrir því að faghópurinn láti Þjóðskrá taka saman upplýsingar varðandi fasteignamat virkjunarmannvirkja. Ákveðið að kanna hvort hægt sé að fá betur greindar upplýsingar um ýmsar greiðslur Landsvirkjunar til sveitarfélaga og annarra í tengslum við orkumannvirki.
  4. Ákveðið að halda næsta fund 9. janúar 2019.
  5. Fundi slitið um kl. 11:30.