16. fundur faghóps 3, 30.10.2019

Faghópur 3

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

16. fundur í faghópi 3 um mat á samfélagslegum áhrifum virkjunarkosta,

30. október 2019 kl. 10:00 – 12:00 

í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu Skuggasundi 1.


Mætt: Hjalti Jóhannesson (í tölvu- og símasambandi frá Akureyri), Jón Ásgeir Kalmansson, Magnfríður Júlíusdóttir og Sjöfn Vilhelmsdóttir.

Fundargerð

  1. Þorbjörg Auður Ævarr Sveinsdóttir, verkefnisstjóri hjá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, kom inn á fundinn og fjallaði um notkun forritsins Microsoft Teams.

  1. Rætt um væntanlega fundi faghópa og verkefnisstjórnar með Frank Vanclay og Ana Maria Esteves þann12. nóvember næstkomandi og málþing um mat á samfélagslegum áhrifum framkvæmda þann sama dag.

  1. Rætt um drög að skýrslu um rannsóknir faghópsins á samfélagslegum áhrifum virkjana á Norðurlandi vorið 2019.

  1. Fundi slitið um kl. 12.