9. fundur faghóps 2, 31.01.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

9. fundur, 31.01.2019, kl. 10:00 – 12:15.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Einar Torfi Finnsson (ETF), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Guðni Guðbergsson (GG), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Sveinn Runólfsson (SR) og Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) var viðstödd í fjarfundabúnaði.

Fundarritari: ADS

Fundur átti að hefjast kl. 10 en vegna bilunar í fjarfundarbúnaði dróst það til kl. 10:50.

  1. Umræða um athugasemdir við aðferðafræði faghópsins: SSJ fór með hópnum yfir tillögur sem hún er að vinna um viðbrögð við athugasemdum við aðferðafræði faghópsins. Samþykkt að hún myndi halda áfram að vinna í skjalinu í samvinnu við ADS.
  2. Rannsókn meðal ferðamanna og ferðaþjónustuaðila við Hverfisfljót: ADS fór yfir helstu niðurstöður rannsóknarinnar sem var gerð meðal ferðamanna og ferðaþjónustuaðila í nágrenni fyrirhugaðrar Hverfisfljótsvirkjunar. Hún staðfesti þá þekkingu og tilfinningu sem faghópurinn hefur á ferðamennsku á svæðinu og undirstrikar sérstöðu þess og mikilvægi slíkra svæða fyrir ferðaþjónustu í landinu.
  3. Hugmyndir faghóps 1 um þverfaglegan vinnuhóp: Kynnt var hugmynd frá faghópi 1 varðandi samráð faghópanna um viðföng sem er verið að fjalla um í öllum faghópnum (t.d. landslag og víðerni). Faghópur 2 tók vel í hugmyndina en telur samt óhjákvæmilegt að faghóparnir meti að hluta til sömu viðföngin en þó frá ólíku sjónarhorni. SSJ, ETF og ADS voru tilnefnd sem fulltrúar faghóps 2.  
  4. Fleira ekki rætt. 
Fundi slitið um kl. 12:15.