24. fundur faghóps 2, 14.08.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

24. fundur, 14.08 2020, kl. 11:00 – 13:00.

Haldinn í netheimum

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðmundur Jóhannesson (GJ), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR).

Guðni Guðbergsson (GG) boðaði forföll.

David Christopher Ostman (DCO) kortagerðarmaður RÁ4 var á fundinum undir 1. dagskrárlið.

Fundarritari: ADS


Fundur settur kl. 11:00

 1. Afmörkun ferðasvæða: Loka staða miðað við núgildandi gögn: Farið var yfir lagfæringar ETF, SSJ og DCO á ferðasvæðum og þær ræddar. Gerðar nokkrar lítilsháttar breytingar til viðbótar sem ETF og DCO munu laga. DCO mun senda út krækju á kortið fyrir faghópinn til að skoða nánar. 
 2. Staða rannsóknaverkefna faghópsins: ADS gerði grein fyrir stöðu þeirra rannsóknaverkefna sem eru í vinnslu: 
  1. Fræðileg samantekt um áhrif vindorkuvera á ferðamennsku og útivist. Á áætlun. 
  2. Fræðileg samantekt um áhrif vindorkuvera á beit og önnur hlunnindi. Á áætlun. 
  3. Stærð áhrifasvæða virkjana. Búið að taka 46 viðtöl við ferðaþjónustuaðila. 
  4. Viðhorf ferðaþjónustunnar til nokkurra virkjunarkosta RÁ4. Búið að taka rúmlega 40 viðtöl við ferðaþjónustuaðila. 
  5. Viðhorf útivistariðkenda til nokkurra virkjunarkosta RÁ4: Búið að taka um 10 viðtöl. 
  6. Sýn ferðaþjónustunnar  til þróunar ferðamennsku á miðhálendi Íslands. Búið að gera netkönnun sem verður send út fljótlega. (Verkefnið ekki á vegum RÁ4).

Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 12:55