13. fundur faghóps 2, 05.04.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 2

4. áfangi rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

13. fundur, 05.04 2019, kl. 11:00 – 13:00.

Fundur faghóps 2 í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu

Mætt: Anna Dóra Sæþórsdóttir (ADS), Anna G. Sverrisdóttir (AGS), Guðni Guðbergsson (GG), Einar Torfi Finnsson (ETF), Ólafur Örn Haraldsson (ÓÖH), Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir (SSJ) og Sveinn Runólfsson (SR). Guðmundur Jóhannesson (GJ) var viðstaddur í fjarfundabúnaði en þurfti að yfirgefa fundinn kl. 12.

Fundarritari: ADS

 1. Fundur settur kl. 11:00  
 2. Tilkynningar: ADS sagði fréttir frá fundi sem hún sat með verkefnisstjórn Rammaáætlunar.
  1. Forstjóri Skipulagsstofnunar kom á fundinn og sagði frá verkefnum sem stofnunin hyggst vinna í tengslum við landsskipulag og hafa ákveðna snertifleti við Rammaáætlun. Þetta eru verkefni sem snúa að landslagi og vindorku og fer væntanlega af stað samstarfsverkefni á milli Skipulagsstofnunar og faghópanna (1, 2, og 3).   
  2. Þorvarður Árnason í faghópi 1 er að skipuleggja fund um vindorku með gestum frá Skotlandi annað hvort 20. - 21. maí eða 21. - 22. maí. Hann lætur vita um leið og það skýrist.
  3. Brynhildur Davíðsdóttir prófessor kom á fundinn og greindi frá að hún sæi fyrir sér leið til að meta hagræn áhrif virkjana á þjóðarhag. 
  4. Formenn faghóps 1 og 2 kynntu rannsóknahugmyndir faghópanna. Verkefnisstjórninni leist vel á þær og var áhugasöm. Fjármagn til ráðstöfunar er hins vegar takmarkað. Formennirnir voru því beðnir um að endurskoða rannsóknatillögurnar með tilliti til þess.  
 3. Rannsóknaverkefni faghópsins í forgangi Faghópurinn fór yfir þær tillögur sem faghópurinn hafði forgangsraðað á síðasta fundi. Niðurstaðan var að reyna að sameina þau tvö verkefni sem höfðu raðast efst þ.e. mat á stærð áhrifasvæða virkjana og sýn ferðaþjónustunnar til nýtingar hálendisins. Breyta þarf aðferðafræði (fækka verkþáttum) og fækka rannsóknarsvæðum. 
 4. Fleira ekki rætt. Fundi slitið um kl. 12:55.