9. fundur faghóps 1, 24.04.2019

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

9. fundur, 24. apríl 2019 kl. 15-16:40

Fjarfundur


Mætt: Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ), Kristján Jónasson (KJ), Jón S. Ólafsson (JSÓ), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP) og Ása L. Aradóttir (ÁLA).

Fundarritari: ÁLA

 1. Efst á baugi  
  • TG fór yfir stöðu greiningarvinnu á niðurstöðum úr 3. áfanga RÁ. Ætti að klárast að mestu fyrir fund í júní.
  • ÞÁ kynnti webinair með Simon Brooks frá SNH, sem haldinn verður 21. maí. Viðfangsefnið verður einkum skiplagsmál í tengslum við þróun vindorkuvera. Vinnustofa með Simon um áhrif vindorku á landslag og fleiri þætti, sem áætluð var í maí, frestast fram í júní eða e.t.v. síðar.
 2. Endurskoðun á aðferðafræði faghóps 1. Farið var yfir lýsingu á aðferðafræði faghóps 1 í 3. áfanga RÁ og kortlagt hvaða breytingar þarf að gera á henni. Eðli málsins samkvæmt verður aðferðafræðin svipuð og í 3. áfanga en á fyrri fundum faghópsins hefur verið rætt um nokkur atriði sem þarf að breyta, m.a. í ljósi bættrar þekkingar eða breytinga á öðrum forsendum. Mikilvægt er að gera vel grein fyrir öllum breytingum og forsendum þeirra. Auk þess sýndi samráð við hagsmunaaðila sl. haust nauðsyn þess að skerpa suma þætti lýsingarinnar til að koma í veg fyrir misskilning. Ákveðið að ÁLA setji upp sameiginlegt drif með Word skrám fyrir mismunandi kafla, ásamt yfirliti yfir mögulegar breytingar og verkaskiptingu við skrifin. Stefnt er að því að ganga frá lýsingunni eins fljótt og kostur er eftir næsta fund faghópsins.
 3. Yfirlit yfir stöðu rannsóknaverkefna frá 2018.
  • Rannsókn á fagurferðilegu gildi landslags er lokið og búið að skila skýrslu sem verður væntanlega sett inn á vef Rammaáætlunar fljótlega. ÞÁ sendir skýrsluna til faghópsins. 
  • Skýrsla um menningarminjar á miðhálendinu ætti að klárast á allra næstu dögum.
  • Fyrri hluti skýrslu um niðurstöður þróunarverkefnis um greiningu náttúrulegra og skynrænna einkenna óbyggðra víðerna er væntanlegur í maí og seinni hlutinn í júlí.
 4. Næsti fundur faghópsins ákveðinn 7. júní í Reykjavík.