31. fundur faghóps 1, 16.12.2020

Fundarfrásögn

Faghópur 1

í 4. áfanga rammaáætlunar um verndun og orkunýtingu landsvæða

31. fundur, 16. desember 2020 kl. 10:30-12:00

Fjarfundur á Teams

FUNDARGERÐ

Mætt úr faghópi: Kristján Jónasson (KS), Sólborg Una Pálsdóttir (SUP), Tómas Grétar Gunnarsson (TGG), Þorvarður Árnason (ÞÁ) og Ása L. Aradóttir (ÁLA) er ritaði fundargerð.

Aðrir: David C. Ostman (DCO), starfsmaður faghóps

Forföll: Jón S. Ólafsson (JSÓ)


Fundarfrásögn:  

  1. Tímalína verkefnisstjórnar kynnt og farið yfir þýðingu hennar fyrir vinnu faghóp 1. 
  2. Samtekt á gögnum og heimildum fyrir einstaka virkjunarkosti hefur tafist og útlit fyrir að faghópurinn nái ekki að ganga frá þeim fyrr en í janúar. Ákveðið að ÁLA og SUP hafi samband við lögboðna umsagnaraðila á næstu dögum og fari yfir ferlið með þeim. 
  3. Röðun virkjunarkosta. Þar sem fáir virkjunarkostir eru til umfjöllunar í 4. áfanga er áhugi á að raða þeim með stærra mengi, væntanlega virkjunarkostum úr 3. áfanga. Komast þarf að niðurstöðu um útfærslu á þessu fyrir lok janúar.
  4. Afmörkun matssvæða fyrir vatnsaflskosti samþykkt. Einnig rætt um afmörkun matsvæðis fyrir stækkun jarðvarmaorkuvers í Svartsengi. Ákveðið að KJ gangi frá henni í samráði við DCO, og taki saman þær forsendur sem eru lagðar til grundvallar. DCO setji upplýsingar um afmörkun matssvæða inn á Teams. 
  5. Ræddur listi yfir gögn og aðrar upplýsingar fyrir Alviðru, sem virkjunaraðili sendi formanni. ÁLA fylgir eftir.
  6. Rætt var um vistun og frágang gagna sem aflað er á vegum faghópsins. Gera þarf ráð fyrir vinnu við að ganga frá og lýsa gögnunum þannig að þau nýtist sem best, og þá sérstaklega í síðari áföngum RÁ. Þá var rætt um skil og frágang á vinnugögnum—aðgengi að vinnugögnum er sýna forsendur ákvörðunartöku eru í samræmi við reglur um opna stjórnsýslu en jafnframt þarf að gæta þess að birta ekki opinberlega upplýsingar sem trúnaður skal ríkja um samkvæmt lögum.
  7. Hugmyndum faghópsins um afmörkun matssvæða fyrir vindorkukosti var tekið vel af verkefnisstjórn og lögð áhersla á vandað ferli og samráð. Næsta skref er að hafa samband við Skipulagsstofnun og helst að fá viðkomandi sérfræðinga frá þeim inn á fund faghópsins í byrjun janúar. 
  8. Önnur mál. ÁLA greindi frá kynningu á Vatnaáætlun fyrir 2022-2027 og mikilvæga snertifleti við viðföng faghóps 1. Stefnt að því að fá stutta kynningu á áætlunini og og samtal við viðkomandi í janúar.

Fleira ekki tekið fyrir. Næsti fundur áætlaður snemma í janúar.