Fréttasafn

Ráðherra leggur fram þingsályktun um rammaáætlun

1.9.2016

Í frétt á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er greint frá því að ráðherra hafi að höfðu samráði við Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ákveðið að leggja fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um vernd og orkunýtingu landsvæða. Tillagan er samhljóða niðurstöðum verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar, sem skilaði ráðherra lokaskýrslu sinni síðastliðinn föstudag.

Síðast breytt 1. október 2018 - brotinn tengill lagfærður.