Fréttasafn

Orkustofnun afhendir skýrslu um virkjunarkosti í 3. áfanga rammaáætlunar

25.8.2015

Í skýrslu Orkustofnunar er fjallað um rammaáætlun og þá virkjunarkosti sem Orkustofnun hefur fengið verkefnisstjórn 3. áfanga til umfjöllunar. Meðal annars koma fram í skýrslunni í fyrsta sinn upplýsingar um kostnaðarmat fyrir einstaka virkjunarkosti. Kostnaðarmatið fyrir virkjunarkosti sem voru teknir til meðferðar í öðrum áfanga rammaáætlunar hefur þar verið uppfært til verðlags í janúar 2014. 
Nánari upplýsingar um skýrslu Orkustofnunar er að finna á vef stofnunarinnar