Fréttasafn

Nýjar virkjunarhugmyndir lagðar fyrir verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar

10.2.2020

Þann 31. janúar 2020 sendi Orkustofnun verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar um vernd og orkunýtingu landsvæða tólf virkjanahugmyndir sem ekki hafa áður verið teknar til meðferðar. Um er að ræða eina jarðvarmavirkjun, fimm vatnsaflsvirkjanir, og sex vindorkuver. Orkustofnun hyggst senda verkefnisstjórn fleiri nýjar virkjanahugmyndir þann 1. apríl 2020.

Verkefnisstjórn og faghópar hefjast þegar handa við að meta innsend gögn og þörf fyrir viðbótargögn, svo hið eiginlega matsferli geti hafist sem fyrst.

Hér má nálgast yfirlitskort og bréf Orkustofnunar til verkefnisstjórnar .