Fréttasafn

Kynningarfundur verkefnisstjórnar í Kaldalóni, Hörpu 31. mars nk.

29.3.2016

Fyrsti fundurinn í röð kynningarfunda verkefnisstjórnar 3. áfanga rammaáætlunar verður haldinn í Kaldalóni í Hörpu fimmtudaginn 31. mars kl. 14:00-16:00. Á fundinum mun verkefnisstjórn kynna drög að tillögum sínum um flokkun virkjunarkosta. Eftir kynninguna verður opið fyrir spurningar. Léttar kaffiveitingar verða í boði. Allir eru velkomnir á fundinn meðan húsrúm leyfir og ekki er þörf á að skrá sig.

Fundinum verður streymt á netinu (hlekkur kemur síðar) og upptaka af fundinum verður gerð aðgengileg hér á síðunni að honum loknum.