Fréttasafn

Starfsreglur verkefnisstjórnar birtar í Stjórnartíðindum

9.7.2015

Samkvæmt lögum um verndar- og orkunýtingaráætlun á verkefnisstjórn rammaáætlunar að starfa samkvæmt ákveðnum starfsreglum. Verkefnisstjórn leggur tillögur að reglunum fyrir umhverfis- og auðlindaráðherra sem setur svo endanlegar reglur í samráði við þann ráðherra sem fer með orkumál. Reglurnar taka til þess hvernig verkefnisstjórn skuli starfa og fjalla m.a. um upplýsingaöflun verkefnisstjórnar, viðmið og matsaðferðir. 

Reglurnar voru undirritaðar af umhverfis- og auðlindaráðherra 22. maí sl. og birtar í Stjórnartíðindum þann 12. júní. Hægt er að nálgast þær á vef Stjórnartíðinda.