Fréttasafn

Næstu kynningarfundir - Norðurland og Vestfirðir

8.4.2016

Þessa dagana stendur yfir kynningar- og samráðsferli vegna draga verkefnisstjórnar að tillögu um flokkun virkjunarkosta. Í næstu viku liggur leiðin á Norðurland og Vestfirði, n.t.t. á Stórutjarnir, Akureyri, Varmahlíð og Nauteyri. Á fundunum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar (léttan hádegisverð á fundinum á Akureyri). Fundirnir eru öllum opnir og ekki er þörf á að skrá sig. 
Fundirnir verða sem hér segir:


Kynningarferlið hófst í Hörpunni í Reykjavík 31. mars sl. Í fyrradag, miðvikudaginn 6. apríl, hélt verkefnisstjórnin fyrsta kynningarfundinn á landsbyggðinni, n.t.t. í Grindavík. Í gær voru fundir á Kirkjubæjarklaustri og Selfossi.