Fréttasafn

Kynningarfundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar

19.10.2023

Verkefnisstjórn rammaáætlunar boðar til opins kynningafundar um viðfangsefni sín. 
Fundurinn er haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands 25. október kl. 14-15.30.

Fundarstjóri er Þórgnýr Dýrfjörð verkefnisstjórn rammaáætlunar.

  1. Kynning á stöðu vinnu verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Formaður verkefnisstjórnar, Jón Geir Pétursson
  2. Könnun á viðhorfi Íslendinga til virkjana. Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands og Faghópur um samfélagsleg áhrif.
  3. Hagnýting landupplýsingakerfa við vinnu rammaáætlunar. Michaela Hrabalíková Landmælingar Íslands
  4. Spurningar og umræður
Öll velkomin, en einnig má horfa á kynninguna í streymi.