Fréttasafn

Húsfyllir á málþingi um vindorku

10.1.2019


49897002_10105382516291005_4526606405670535168_n49844126_10105382516281025_7939766059093983232_n

Fullt var út úr dyrum á málþingi um vindorku sem verkefnisstjórn 4. áfanga rammaáætlunar stóð fyrir í samvinnu við umhverfis- og auðlindaráðuneytið í gær. Á málþinginu var fjallað um ólíkar hliðar vindorku og þau áhrif sem vindorkumannvirki hafa á umhverfi og náttúru.

Aðalgestur málþingsins var Graham Marchbank sem sagði frá reynslu Skota af skipulagi vindorkuvera. Þá var fjallað um vindorku og skipulagsmál, sýn sveitarfélaga á framtíðarskipulag vindorku hér á landi, fjallað var um umhverfisáhrif vindorkuvera, afstöðu orkufyrirtækja sem og viðhorf ferðamanna og heimamanna.

Líflegar umræður sköpuðust á málþinginu og var ljóst af aðsókn og umræðum að mikill áhugi er á málefnum vindorkuvera hér á landi.

Fundinum var streymt beint á netinu. Hægt er að nálgast upptöku frá fundinum á vef rammaáætlunar. Á næstu dögum verða upptökur af einstökum erindum gerðar aðgengilegar hér á vefnum.