Fréttasafn

Fjarfundur með sérfræðingi SNH um vindorku

31.5.2019

Verkefnisstjórn RÁ4 leggur áherslu á mikilvægi þess að lagðar verði línur um hvar og hvernig virkja á vindorku hér á landi. Nágrannar okkar í Skotlandi hafa áratuga reynslu á þessu sviði. Með góðum undirbúningi hefur þeim tekist að ná töluverðri sátt um þessi stóru mannvirki. Mikilvægur þáttur í þeim undirbúningi er gerð sérstaks landskipulags með tilliti til vindorku.

Verkefnisstjórn RÁ4 hefur ítrekað fengið skoska sérfræðinga til að deila þekkingu sinni og reynslu af virkjun vindorku með þeim sem áhuga hafa á virkjun vindorku hér á landi.

Dr. Graham Marchbank frá Scottish Natural Heritage hélt aðalfyrirlesturinn á fjölmennum opnum fundi sem verkefnastjórn RÁ4 hélt þann 9.janúar 2019.

Þann 21.maí 2019 var haldinn fjarfundur með Dr. Simon Brooks frá Scottish Natural Heritage sem hélt veffyrirlestur fyrir um 30 áheyrendur í fundarherbergi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Auk verkefnastjórnar og faghópa rammáætlunar voru á fundinum fulltrúar Skipulagsstofnunar, Orkustofnunar, Sambands ísl. sveitarfélaga, Sambands orkusveitarfélaga, aðila sem hyggja á virkjun vindorku og viðkomandi sveitarfélaga. 

Glærur Dr. Brooks má nálgast hér .