Fréttasafn

Faghópur 3 boðar til íbúafundar í Skagafirði

27.1.2016

Íbúum í Sveitarfélaginu Skagafirði og Akrahreppi er boðið til opins íbúafundar til að ræða samfélagsleg áhrif virkjanakosta í Skagafirði.

Til fundarins boðar faghópur III, sem meta á samfélagsleg áhrif virkjanakosta í þriðja áfanga verndar- og orkunýtingaráætlunar. Fundurinn verður haldinn í Kaffi Krók á Sauðárkróki laugardaginn 30. janúar, kl. 13:00-16:00 og er opinn öllum íbúum sveitarfélagsins á meðan húsrúm leyfir. Þátttakendum verður skipt í minni hópa til að ræða áhrif fyrirhugaðra virkjana á samfélagið.

Umsjón fundarins er í höndum Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Boðið verður upp á veitingar. Starfsfólk Félagsvísindastofnunar mun hafa samband við íbúa í sveitarfélaginu en einnig er hægt að skrá sig til þátttöku með því að smella hér.