Fréttasafn

Endanlegur listi Orkustofnunar vegna virkjunarkosta

10.3.2015

Eftir gagnaafhendingu Orkustofnunar þann 20. febrúar sl. höfðu allir virkjunarkostir til umfjöllunar nema einn, Ölfusdalsvirkjun, verið afhentir verkefnisstjórn rammaáætlunar. Þann 6. mars sl. barst verkefnisstjórn svo erindi frá Orkustofnun þess efnis að Ölfusdalsvirkjun hefði verið afturkölluð. Þannig var ljóst að endanlegur listi yfir virkjunarkosti lægi fyrir. 

Á sama tíma var tilkynnt um nýja tilhögun Norðlingaölduveitu af hálfu virkjunaraðila. 

Á heimasíðu Orkustofnunar má sjá fréttatilkynningu um málið og einnig lista yfir þá virkjunarkosti sem lagðir hafa verið fram, skipt upp eftir vatnsorku og jarðvarma.