Faghópar í 2. áfanga

2007-2011

Seinni verkefnisstjórn 2. áfanga ákvað að velja sjálf meðlimi faghópa í stað þess að leita eftir tilnefningum ytri aðila. Með þessu móti var þess freistað að tryggja að færustu sérfræðingar væu kallaðir til, að sérfræðiþekking innan hópanna væri hæfilega dreifð og að starf hópanna yrði markvissara. Það var í höndum faghópanna sjálfra að setja á laggirnar undirhópa og/eða kalla til ráðgjafar fleiri sérfræðinga um einstaka kima starfssviðs þeirra. Skipun faghópanna lauk í nóvember 2008 og stefnt var að verkskilum til verkefnisstjórnar í janúar 2010. 

Faghópur I: Náttúra og menningarminjar

Verkefni: Að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á landslag, jarðmyndanir, gróður, dýralíf og minjar.

Formaður: Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor í grasafræði.

Fulltrúar í hópnum: Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur, Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands; Hilmar J. Malmquist, vatnavistfræðingur, forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs; Kristinn Haukur Skarphéðinsson, dýravistfræðingur, fagsviðsstjóri á Náttúrufræðistofnun Íslands; Magnús Ólafsson, jarðefnafræðingur, Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR); Sólborg Una Pálsdóttir, sagn- og fornleifafræðingur, deildarstjóri hjá  Fornleifavernd ríkisins. Einnig var Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur, kallaður til en hann lést í árslok 2008, skömmu áður en hópurinn kom fyrst saman.

Til liðs við hópinn komu eftirtaldir sérfræðingar í nóvember 2009 og tóku þátt í matsferli vinnunnar: Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt, dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands; Gísli Már Gíslason, líffræðingur, prófessor í vatnalíffræði við Háskóla Íslands; Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur hjá ÍSOR; Ólafur Arnalds, jarðvegsfræðingur, deildarforseti umhverfisdeildar Landbúnaðarháskóla Íslands; Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur, Háskólinn á Hólum; Rannveig Thoroddsen, líffræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands (ritari í matsvinnu); Snorri Baldursson, líffræðingur, Náttúrufræðistofnun Íslands 

Faghópur II: Ferðaþjónusta, útivist og hlunnindi

Verkefni: Að meta áhrif einstakra virkjunarkosta á ferðaþjónustu, útivist, landbúnað og hlunnindi.

Formaður:  Anna G. Sverrisdóttir, ráðgjafi, frá Samtökum ferðaþjónustunnar (SAF).

Fulltrúar í hópnum: Sveinn Runólfsson, náttúrufræðingur, landgræðslustjóri; Anna Dóra Sæþórsdóttir, landfræðingur, lektor í ferðamálafræðum við Háskóla Íslands; Rögnvaldur Ólafsson, forstöðurmaður Stofnunar fræðasetra Háksóla Íslands, tók sæti Brynhildar Davíðsdóttur, dósents í umhverfis- og auðlindafræðum hjá Háskóla Íslands, sem dró sig í hlé í mars 2009. Jóhannes Sveinbjörnsson,  bóndi og dósent hjá Landbúnaðarháskóla  Íslands; Ólafur Örn Haraldsson, landfræðingur, forseti Ferðafélags Íslands; Friðrik Dagur Arnarson, framhaldsskólakennari (frá 15. ágúst 2009); Guðni Guðbergsson, sérfræðingur á Veiðimálastofnun (frá 30. okt. 2009). Í desember 2009 kom Einar Torfi Finnsson, landmótunarfræðingur og einn eigenda Íslenskra fjallaleiðsögumanna, til liðs við hópinn og tók þátt í matsferli vinnunnar. 

Faghópur III: Þjóðhagsmál, atvinnulíf og byggðaþróun

Verkefni: Að meta hvaða áhrif það hefur á aðra atvinnustarfsemi að nýta virkjunarkostina. Einnig að meta langtímaáhrif þess á efnahag, atvinnulíf og byggðaþróun.

Formaður: Kjartan Ólafsson, lektor í félagsvísinda- og lagadeild Háskólans á Akureyri

Fulltrúar í hópnum: Daði Már Kristófersson, hagfræðingur, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands; Guðmundur Guðmundsson, sérfræðingur á Byggðastofnun; Hjalti Jóhannesson, sérfræðingur, landfræðingur og aðstoðarforstöðumaður á Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri; Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi og framkvæmdastjóri, fyrrverandi alþingismaður; Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir, menningarfulltrúi Eyþings. 

Faghópur IV: Orkulindir

Verkefni: Að skilgreina þá kosti sem fyrir hendi kunna að vera til að nýta vatnsorku og jarðhita til raforkuvinnslu, meta afl, orkugetu og líklegan orkukostnað hvers þeirra og forgangsraða eftir hagkvæmni. Þessi faghópur skilgreindi virkjunarkosti sem aðrir faghópar tóku afstöðu til.

Formaður: Guðni A. Jóhannesson, Orkumálastjóri

Fulltrúar í hópnum: Agnar Olsen, staðgengill forstjóra Landsvirkjunar; Edda Rós Karlsdóttir (dró sig í hlé í apríl 2009); Guðmundur Þóroddsson, framkvæmdastjóri, Reykjavik Geothermal; Jakob Sigurður Friðriksson, framkvæmdastjóri framleiðslu og sölu, Orkuveita Reykjavíkur; Ómar Örn Ingólfsson, sviðsstjóri vatnsaflssviðs, Mannvit.