Málþing og kynningarfundir á vegum rammaáætlunar

Kynningarfundur í Öldu, 18. maí 2022

Verkefnisstjórn rammaáætlunar boðaði til opins kynningarfundar um stöðu vinnunnar miðvikudaginn 18. maí kl 14:00-16:00. Fundurinn var haldinn í Öldu, Skúlagötu 4 og var einnig aðgengilegur í beinu streymi.

Upptöku frá fundinum er að finna hér fyrir neðan.


Dagskrá

14:00-14:30 - Jón Geir Pétursson formaður verkefnisstjórnar kynnir stöðu vinnunnar.
14:30-15:20 - Formenn faghópa kynna vinnu hópanna:

  • Hafdís Hanna Ægisdóttir, formaður Faghóps 1 (náttúruverðmæti og menningarminjar)
  • Anna Dóra Sæþórsdóttir, formaður Faghóps 2 (önnur auðlindanýting)
  • Jón Ásgeir Kalmannsson, formaður Faghóps 3 (samfélagsleg áhrif)
  • Páll Jensson, formaður Faghóps 4 (hagkvæmi og arðsemi)

 

15:20-16:00 - Umræður