Hugmyndir og fræði

Áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða („rammaáætlun“) hvílir á hugmyndafræðilegum grunni sjálfbærrar þróunar. Hér er fjallað um sjálfbærni og sjálfbæra þróun og einnig um helstu hugtök og vísindi sem máli skipta fyrir faglega vinnu við áætlunina. Þar sem rammaáætlun á að sætta mismunandi sjónarmið er mikilvægt að skoða málin á sem breiðustum grundvelli og styðjast við þekkingu úr fjölmörgum greinum raun- og hugvísinda.


Sjálfbær þróun

Frá því að hugtakið „sjálfbær þróun“ kom fram um miðjan 9. áratug liðinnar aldar má segja að það hafi verið leiðandi stef í umræðu um umhverfismál og nýtingu gæða náttúrunnar.

Nánar

Orkulindir og sjálfbærni

Rammaáætlun nær yfir þær orkulindir sem stærstur hluti orkuvinnslu landsmanna byggir á - þ.e. vatnsafl og jarðvarma. Í 3. áfanga bætist vindorka við. Markmið rammaáætlunar er sjálfbær nýting orkulindanna.

Nánar

Siðfræði náttúruverndar

Sýn fólks á náttúruna stjórnast af ákveðnum grundvallaratriðum. Mest ber á tveimur mismunandi sjónarhornum um hvað gefi náttúrunni gildi eða hvaðan gildi hennar sé sprottið.

Nánar

Orkunýting

Árið 2014 eru starfræktar sjö jarðhitavirkjanir og tæplega 50 vatnsaflsvirkjanir á Íslandi. Um 1200 manns starfa við orkuframleiðslu og veitur á landinu öllu. 

Nánar

Önnur nýting

Nýting lands getur verið margs konar og bæði verkefnisstjórn og faghópar þurfa því að taka tillit til margra ólíkra hagsmuna í vinnu sinni.

Nánar

Rannsóknir um rammaáætlun

Vísindasamfélagið og námsfólk hafa rannsakað rammaáætlun, aðferðir hennar og áhrif. Hér má finna ritrýndar greinar, námsritgerðir og annað efni af þeim toga.

Nánar