Saga

Hér er stiklað á stóru í sögu íslensku rammaáætlunarinnar. Sú saga er um margt merkileg, enda hafa afar fáar þjóðir látið vinna jafnheildstætt hagsmunamat í tengslum við verndun og orkunýtingu landsvæða og Íslendingar.

Einnig er hér nokkuð tæmandi listi yfir þær heimildir sem notaðar voru í 1. og 2. áfanga rammaáætlunar. Þar á meðal eru fjölmargar skýrslur um rannsóknir sem gerðar voru sérstaklega vegna vinnu við rammaáætlun.


Fyrirmynd rammaáætlunar

Afar fá dæmi eru til um heildstæða orkunýtingar- og verndaráætlun í anda rammaáætlunar. Helst er að nefna Samlet plan for vassdrag, sem var unnið í Noregi á 9. áratug 20. aldar.

Nánar

Forsaga rammaáætlunar

Það sem við köllum „rammaáætlun“ í dag var lengi í mótun. Segja má að fyrstu skrefin hafi verið stigin árið 1971 þegar fyrstu náttúruverndarlögin voru sett á Íslandi. Málið hefur verið rætt á Alþingi allt frá árinu 1985.

Nánar

1. áfangi rammaáætlunar

Í 1. áfanga rammaáætlunar, 1999-2003, var sjónarhornið á orkunýtingu og áhersla lögð á stærri vatnsaflsvirkjanir, sem flestar byggja á lónum á hálendinu, og á jarðhitavirkjanir nærri byggð. 

Nánar

2. áfangi rammaáætlunar

Í 2. áfanga rammaáætlunar var lögð aukin áhersla á vernd og fjölbreytta nýtingu náttúruauðlinda, svo og á sjálfbærni orkulindanna.

Nánar

Milli 2. og 3. áfanga, 2011-2013

Á þessu tímabili öðlaðist rammaáætlun lögformlegt gildi. Niðurstöður margra ára vinnu þriggja verkefnisstjórna og margra faghópa voru staðfestar í fyrstu þingsályktuninni um verndar- og orkunýtingaráætlun.

Nánar

Heimildalisti

Hér er að finna yfirlit yfir margskonar heimildir og gögn sem verkefnisstjórn og faghópar í 1. og 2. áfanga notuðu. Listanum er ekki haldið við lengur og ekki verður bætt á hann meira efni.

Nánar